top of page

Sýnishorn þar sem við höfum skreytt

20180407_131447
20180415_123653
20190329_162739
Brúðkaup

Um okkur

Lára Margrét heiti ég og er eigandi Skreytingaþjónustunnar. Að skreyta og gera fallegt er mitt áhugamál og nýt ég þess að geta starfað við það sem ég elska að gera. Að fá að taka þátt í mikilvægustu dögum fólks er ómetanlegt.

Markmið Skreytingaþjónustunnar er að auðvelda fólki að halda veislur og  minnka allt stress og umstang sem því fylgir. 

Við erum sanngjörn í verðum og reynum að hafa gott úrval af leiguvörum. 

Aðal ástæða þess að við fórum út í að  leigja út vörur fyrir veislur er að það þurfa ekki allir að  eiga allt. Allir hlutir kosta og taka pláss. Svo ekki sé talað um hversu umhverfisvænt það er að endurnýta hlutina með því að fá þá leigða og skila þeim síðan aftur. 

Allar veislur eru mikilvægar hvort sem það eru fermingar, skírnir, afmæli, brúðkaup eða árshátíðir og eiga skilið að vera fallega skreytt. 

Viltu hafa samband?

Rjúpnasalir 1, Kópavogur

846-3288

Takk fyrir 

Erla Þórdís Atladóttir

"Gætum ekki mælt meira með Láru og Skreytingarþjónustunni hennar. Hún skreytti salinn fyrir brúðkaupið okkar, en athöfnin var á sama stað. Fallegur salur sem hún setti upp á allt annað plan. Hún greinilega hugsar fyrir öllum smáatriðum. Skreytingarnar komu svo vel út, bæði að sjá þær í salnum og myndir. Öll samskipti eru mjög þægileg, hún er fljót að svara og boðin og búin til að það sé sem minnst vesen fyrir okkur. Mér fannst þjónustan fara langt fram úr væntingum og langt fram úr því sem er hægt að ætlast til."
Fréttabréf

Takk fyrir að skrá þig!

bottom of page