Sýnishorn þar sem við höfum skreytt
Um okkur
Lára Margrét heiti ég og er eigandi Skreytingaþjónustunnar. Að skreyta og gera fallegt er mitt áhugamál og nýt ég þess að geta starfað við það sem ég elska að gera. Að fá að taka þátt í mikilvægustu dögum fólks er ómetanlegt.
Markmið Skreytingaþjónustunnar er að auðvelda fólki að halda veislur og minnka allt stress og umstang sem því fylgir.
Við erum sanngjörn í verðum og reynum að hafa gott úrval af leiguvörum.
Aðal ástæða þess að við fórum út í að leigja út vörur fyrir veislur er að það þurfa ekki allir að eiga allt. Allir hlutir kosta og taka pláss. Svo ekki sé talað um hversu umhverfisvænt það er að endurnýta hlutina með því að fá þá leigða og skila þeim síðan aftur.
Allar veislur eru mikilvægar hvort sem það eru fermingar, skírnir, afmæli, brúðkaup eða árshátíðir og eiga skilið að vera fallega skreytt.